Hviða fjárfestingarfélag er stofnað til að stuðla að uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum
Eignasafn
Hviða fjárfestingarfélag kemur að stofnun og rekstri fyrirtækja sem starfa á viðskiptalegum grunni og styðja við meginmarkmið félagsins – að stuðla að nýsköpun og efla atvinnulíf á Suðurnesjum
Bioffect hf
DMM lausnir
Geo Silica
Kaffi Gola
Litla Brugghúsið
Orf Líftækni
Skipasmíðastöð Njarðvíkur
Hlutverk og stefna
Hviða fjárfestingafélag, áður Eignarhaldsfélag Suðurnesja, hefur gengið í gegnum nafnabreytingu til að endurspegla betur hlutverk sitt og framtíðarsýn. Nafnið Hviða táknar kraft og hreyfingu – eiginleika sem einkenna fjárfestingarstefnu félagsins.
Hviða var stofnað í þeim tilgangi að stuðla að uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum og kemur að stofnun bæði stórra og smárra félaga. Félagið styður metnaðarfull verkefni og nýsköpun með hlutafjárfjárfestingum ásamt lánum. Það leitast einnig við að efla fjölbreytni og vöxt í atvinnulífinu.
Með nýju nafni og skýrri stefnu viljum við ná betur til þeirra sem eru að leita að fjármögnun og samstarfi við traustan fjárfesti. Við leitum að öflugum fyrirtækjum og hugmyndum sem hafa vaxtarmöguleika á Suðurnesjum og geta skapað verðmæti til framtíðar.

Snjólaug
Jakobsdóttir
Framkvæmdastjóri
Sjá nánar →
Ertu með frekari spurningar?
Framkvæmdastjóri Hviðu fjárfestingarfélags er Snjólaug Jakobsdóttir. Hún veitir aðstoð við gerð umsókna og er hægt að senda fyrirspurn eða panta tíma hjá henni hér: snjolaug@hvida.is
Fréttir
Nýr vefur Hviðu fjárfestingafélags er kominn í loftið
Við kynnum með stolti nýjan vef Hviðu fjárfestingafélags. Samhliða opnun vefsins hefur félagið gengið í gegnum nafnabreytingu – úr Eignarhaldsfélagi Suðurnesja í Hviðu – til að endurspegla betur hlutverk...