Opið er fyrir umsóknir í fjár­­festingar­sjóð Hviðu

Hviða fjárfestingarfélag er stofnað til að stuðla að uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum

Eignasafn

Hviða fjárfestingarfélag kemur að stofnun og rekstri fyrirtækja sem starfa á viðskiptalegum grunni og styðja við meginmarkmið félagsins – að stuðla að nýsköpun og efla atvinnulíf á Suðurnesjum

Bioffect hf
DMM lausnir
Geo Silica
Kaffi Gola
Litla Brugghúsið
Orf Líftækni
Skipasmíðastöð Njarðvíkur

Hlutverk og stefna

Hviða fjárfestingafélag, áður Eignarhaldsfélag Suðurnesja, hefur gengið í gegnum nafnabreytingu til að endurspegla betur hlutverk sitt og framtíðarsýn. Nafnið Hviða táknar kraft og hreyfingu – eiginleika sem einkenna fjárfestingarstefnu félagsins.

Hviða var stofnað í þeim tilgangi að stuðla að uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum og kemur að stofnun bæði stórra og smárra félaga. Félagið styður metnaðarfull verkefni og nýsköpun með hlutafjárfjárfestingum ásamt lánum. Það leitast einnig við að efla fjölbreytni og vöxt í atvinnulífinu.

Með nýju nafni og skýrri stefnu viljum við ná betur til þeirra sem eru að leita að fjármögnun og samstarfi við traustan fjárfesti. Við leitum að öflugum fyrirtækjum og hugmyndum sem hafa vaxtarmöguleika á Suðurnesjum og geta skapað verðmæti til framtíðar.

  1. Hlutfall hlutafjár í einstökum félögum

    Hlutdeild Hviðu í einstökum félögum skal að jafnaði ekki vera umfram 20% hlutafjár. Þó er heimilt að auka hlutafé í 30% ef slíkt þykir vænlegt. Við útreikning á hlutfalli eignar í einstöku félagi má taka mið af þeim hlutafjárloforðum sem eru útistandandi og tryggð að fullu og að því gefnu að þau fáist greidd innan árs.

  2. Hámarksfjárfesting Hviðu í einstökufélagi

    Að jafnaði skal Hviða ekki fjárfesta umfram 10% af eigin fé sjóðsins í einstöku félagi.

  3. Ávöxtunarkrafa hlutafjáreignar

    Ávöxtunarkrafa skal fara eftir aðstæðum hverju sinni og skal fjárfestingartími að jafnaði vera 4-6 ár.

  4. Fjármögnun félags

    Hviða mun ekki leggja fram hlutafé nema fjármögnun viðkomandi félags sé að fullu tryggð.

  5. Endurkaup á hlut Hviðu

    Að jafnaði skal miðað við að fyrir liggi hluthafasamkomulag um endurkaup á hlut Hviðu. Endursala á hlutafé skal taka mið af því að fyrirtækið hafi náð þeim árangri sem stefnt var að en þó þannig að hagsmunir Hviðu séu ætíð tryggðir.

Almennar reglur

  • Skilyrði fyrir láni er að trygging (veð) sé fyrir hendi.
  • Lán eru eingöngu veitt verkefnum á Suðurnesjum sem skapa störf á svæðinu.
  • Lán eru ekki veitt til verkefna á frumstigi né til launakostnaðar eiganda.

Hámarkslán og veðhlutföll

  • Lán má aldrei fara yfir 75% af stofnkostnaði/kaupverði.
  • Veðstaða að hámarki:
    • 75% af áætluðu söluverði fasteigna
    • 50% af áætluðu söluverði lausafjár (tæki, skip)
  • Hámarksupphæð láns: 10% af eigin fé Hviðu (skv. síðasta ársreikningi).

Lánakjör

  • Lán eru í íslenskum krónum – verðtryggð eða óverðtryggð.
  • Breytilegir vextir miðast við kjörvexti Íslandsbanka.
  • Lánstími: allt að 10 ár, eftir eðli verkefna.
  • Greiðslufrestur: Heimilt að veita greiðslufrest fyrstu 2 árin og eingöngu vaxtagreiðslur í eitt ár þar á eftir.

Tryggingar

  • Tryggingar geta verið í fasteignum, tækjum, vörumerkjum eða öðru sem stjórn telur fullnægjandi.
  • Lán allt að 5 milljónir kr. má veita án trygginga og er það mat stjórnar hverju sinni.

Lántökugjald

  • Lántökugjald er 1% af lánsupphæð.

Við mat á umsókn hefur stjórn Hviðu til viðmiðunar rekstur og rekstrarhorfur fyrirtækis, fjárhagsstöðu og reynslu og þekkingu forsvarmanna. Einnig skal taka tillit til nýsköpunargildi, samkeppnissjónarmið og gildi fyrir uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum.

Stjórn Hviðu er skipuð fimm fulltrúum stærstu eigenda félagsins:

  • Katrín Oddsdóttir, stjórnarformaður
  • Snjólaug Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri
  • Guðný Birna Guðmundsdóttir fh. Reykjanesbæjar
  • Þorsteinn Júlíus Árnason fh. ríkissjóðs Íslands
  • Guðbjörg Óskarsdóttir fh. Byggðastofnunar
  • Árni Hinrik Hjartarson fh. Festu lífeyrissjóðs

Félagið er að stærstum hluta í eigu ríkissjóðs, Byggðastofnunar, sveitafélaganna á Suðurnesjum og Festu lífeyrissjóðs.

Snjólaug
Jakobsdóttir

Framkvæmdastjóri

Sjá nánar →

Ertu með frekari spurningar?

Framkvæmdastjóri Hviðu fjárfestingarfélags er Snjólaug Jakobsdóttir. Hún veitir aðstoð við gerð umsókna og er hægt að senda fyrirspurn eða panta tíma hjá henni hér: snjolaug@hvida.is

Nýr vefur Hviðu fjárfestingafélags er kominn í loftið

Við kynnum með stolti nýjan vef Hviðu fjárfestingafélags. Samhliða opnun vefsins hefur félagið gengið í gegnum nafnabreytingu – úr Eignarhaldsfélagi Suðurnesja í Hviðu – til að endurspegla betur hlutverk...