Umsókn í Hviðu fjárfestingafélag Suðurnesja

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:

  1. Viðskiptaáætlun og greinargerð
  2. Áætlun um tekjustreymi fyrirtækis og/eða verkefnis og áætlun um endurgreiðslu láns
  3. Ársreikninga eða afrit af skattskýrslum fyrir síðustu þrjú ár
  4. Viðeigandi gögn svo meta megi veðhæfni svo sem veðbandayfirlit og vottorð frá Fasteignaskrá Íslands
  5. Uppreikningur áhvílandi veðlána
  6. Upplýsingar um fyrirtækið og forsvarsmann þess
  7. Lánshæfismat félagsins og forsvarsmanna – upplýsingar má nálgast hjá CreditInfo
  8. Greinargóð lýsing á verkefninu, markmiðum þess og ávinningi
  9. Hverjir koma að umsókninni og tilgreining samstarfsaðila
  10. Lýsing á heildarfjármögnun fyrirtækis eða afmarkaðs verkefnis innan fyrirtækis, og staðfesting fjármögnunaraðila ef þeir eru til staðar
  11. Afrit af leyfum vegna viðkomandi starfsemi

Stjórn Hviðu fjárfestingarfélags áskilur sér jafnframt rétt til þess að óska eftir frekari gögnum en talin eru upp hér að framan ef þess er talið þörf svo unnt sé að leggja mat á og afgreiða fyrirliggjandi umsóknir.