Nýr vefur Hviðu fjárfestingafélags er kominn í loftið
Við kynnum með stolti nýjan vef Hviðu fjárfestingafélags. Samhliða opnun vefsins hefur félagið gengið í gegnum nafnabreytingu – úr Eignarhaldsfélagi Suðurnesja í Hviðu – til að endurspegla betur hlutverk sitt og framtíðarsýn.
Nafnið Hviða stendur fyrir kraft og hreyfingu – þau gildi sem einkenna fjárfestingarstefnu félagsins.
Hviða vinnur að uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum með því að fjárfesta í fjölbreyttum verkefnum, bæði stórum og smáum. Við styðjum metnaðarfullar hugmyndir með hlutafjárfjárfestingum og lánum . Einnig viljum efla nýsköpun, fjölbreytni og vöxt í atvinnulífinu á svæðinu.
Markmið okkar með nýju nafni og skýrri stefnu er að ná betur til þeirra sem leita fjármögnunar og samstarfs við traustan og ábyrgan fjárfesti. Við leitum að verkefnum sem hafa skýra framtíðarsýn og raunhæfa möguleika til vaxtar og verðmætasköpunar á Suðurnesjum.