Nýsköpunarsjóðurinn Kría opnar fyrir umsóknir í nýtt fjárfestingarátak

Nýsköpunarsjóðurinn Kría (NSK) hefur opnað fyrir umsóknir í nýtt fjárfestingaátak sem miðar að því að fjárfesta í sprotafyrirtækjum á fyrstu stigum þróunarferlis þeirra.

Markmiðið með átakinu er að styðja við fyrirtæki sem byggja á viðskiptahugmyndum sem eru vænlegar til vaxtar og útflutnings. Skilyrði er að félagið sé íslenskt og með starfsemi á Íslandi.

Lykilteymi félagsins ætti að samanstanda af fjölbreyttum hópi einstaklinga með reynslu, bakgrunn og þekkingu sem nýtist vel við framgang verkefnisins.

Félög á landsbyggðinni eru sérstaklega hvött til að sækja um fjárfestingu í átakinu. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir sprotafyrirtæki á Suðurnesjum sem vilja efla starfsemi sína, þróa nýja þjónustu eða auka útflutningsgetu sína.

Umsóknarfrestur er til 20. október n.k.
Nánari upplýsingar um átakið og umsóknarferlið má finna á www.nyskopun.is/atak.